Leit
Loka

Bráðadagurinn

Árlega er haldin ráðstefna á vegum bráðaþjónustu Landspítala þar sem kynntar eru rannsóknir og verkefni sem unnin hafa verið í tengslum við bráðaþjónustu á Íslandi. Hefð hefur skapast fyrir því að fá sérfræðinga til að kynna störf sín og rannsóknir tengd þema dagsins.

Banner mynd fyrir  Bráðadagurinn
  • Á Bráðadeginum 7. mars 2025 verður lögð áhersla á bráðavandamál barna, bráð veikindi og áverka, ofbeldi og geðrænan vanda og annað sem bráðaþjónustan sinnir.
  • Bráðadagurinn er ekki aðeins uppskeruhátíð rannsókna- og starfsþróunarverkefna bráðaþjónustu heldur líka mikilvægur liður í símenntun starfsfólks.
  • Ráðstefnan er þverfagleg og hana sækir fagfólk í þjónustu bráðveikra einstaklinga hvaðanæva að úr samfélaginu.

Hagnýtar upplýsingar

Skilafrestur ágripa 3. febrúar 2025

Nánari upplýsingar veita: 

  • Dagný Halla Tómasdóttir, skrifstofustjóri sími543 8215
  • Hjalti Már Björnsson, yfirlæknir/lektor í bráðalækningum sími 543 2210 

Óskað er eftir ágripum um rannsóknir eða verkefni úr öllum sviðum bráðaþjónustu, bráðalækningum, bráðahjúkrun, sjúkraflutningum og landsbyggðarlækningum.

  • Ágrip geta fjallað um meðferðir, samstarf, öryggi og umhverfi bráðveikra og slasaðra einstaklinga.
  • Ágrip verða ritrýnd og birt í fylgiriti Læknablaðsins.

Á Bráðadeginum 2025 verður sérstök áhersla á bráðavandamál barna, bráð veikindi og áverka, ofbeldi og geðrænan vanda og annað sem bráðaþjónustan sinnir.
Er því sérstaklega óskað eftir ágripum tengt börnum í bráðum vanda.

Leiðbeiningar um uppsetningu og innsendingu ágripa 

  • Titill, nöfn höfunda, vinnustaðir og netfang tengiliðar.
  • Hámarksorðafjöldi 350, sett upp og send inn í Word skjali
  • Framsetning, með feitletruðum undirfyrirsögnum: Bakgrunnur, Markmið, Aðferð, Niðurstöður og Ályktanir
  • Texta skal rita í TimesNewRoman 12pt letri, 1 línubil
Ágrip skulu send með tölvupósti á bradadagurinn@landspitali.is 
Höfundur tilgreini ósk um birtingu ágrips sem erindi eða veggspjald.  Undirbúningsnefnd áskilur sér rétt til ritrýningar og ákvörðunar um birtingu ágrips og form þess, þ.e. sem veggspjald eða erindi.

Dæmi um hvernig senda á inn ágrip og dæmi um uppsetningu ágripa á myndaformi: ATH! smellið á myndirnar til að sjá þær stærri.
 
Dæmi um insent ágrip  
Dæmi um innsent ágrip   Leiðbeiningar við uppsetningu ágrips

Yfirskrift ráðstefnu: Bráðavandamál barna, bráð veikindi og áverka, ofbeldi og geðrænan vanda og annað sem bráðaþjónustan sinnir.

Dag- og tímasetning: Föstudaginn 7. mars 2025 frá kl. 09:00 til 15:00

Verð: Auglýst síðar

Staðsetning: Auglýst síðar

Dagskrá: Auglýst síðar

 

  • Anna Helga Ragnarsdóttir fyrir hönd félags bráðahjúkrunar
  • Ágústa Hjördís Kristinsdóttir, deildarstjóri bráðamóttöku
  • Dagný Halla Tómasdóttir, skrifstofustjóri sími543 8215
  • Guðrún Katrín Oddsdóttir fyrir hönd Félags bráðalækna
  • Hjalti Már Björnsson, yfirlæknir/lektor í bráðalækningum sími 543 2210 
  • Mikael Smári Mikaelsson, yfirlæknir bráðalækninga
  • Þórdís K. Þorsteinsdóttir, forstöðumaður fræðasviðs í bráðahjúkrun.
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir
Af hverju ekki?