Leit
Loka

Tilgangur og gildissvið

Jafnlaunastjórnunarkerfi nær til alls starfsfólks. Starfsmaður er sá sem hefur gildandi ráðningarsamband við Landspítala. Kerfið nær ekki til verktaka.

3. útgáfa jafnlaunastefnu Landspítala samþykkt 3. apríl 2023.

Starfsfólk Landspítala skal fá greidd jöfn laun og njóta sömu starfskjara fyrir sömu eða jafnverðmæt störf í samræmi við lög nr. 150/2020 um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna. Laun skulu ákvörðuð í samræmi við kröfur sem störf gera óháð kyni og skulu forsendur launaákvarðana vera í samræmi við kjara- og stofnanasamninga. Markmið Landspítala er að nýta hæfni, krafta og kunnáttu starfsfólks til fulls án þess að kynbundin mismunun eigi sér stað.

Jafnlaunastefna felur í sér eftirfarandi skuldbindingar: 

  • Starfandi er jafnlaunahópur sem hefur það verkefni að innleiða, skjalfesta og viðhalda með stöðugum, umbótum jafnlaunastjórnunarkerfi spítalans sem byggir á staðlinum ÍST-85:2012, þ.m.t. eftirfylgni með viðeigandi aðgerðum og viðbrögð við athugasemdum og frávikum, auk þess að vinna að forvörnum
  • Flokka skal störf út frá þeim kröfum sem þau gera og framkvæma hið minnsta árlega launagreiningu þar sem borin eru saman sömu eða jafnverðmæt störf til að athuga hvort óútskýrður kynbundinn launamunur sé til staðar
  • Kynna skal starfsfólki niðurstöður launagreiningar sem er til úttektar nema persónuverndarhagsmunir mæli gegn því. • Fylgja skal lagalegum kröfum og öðrum kröfum sem eiga við um jafnlaunastjórnunarkerfið. Lögfræðileg ráðgjöf skal vera aðgengileg stjórnendum Landspítala til að tryggja að þessum kröfum sé mætt. Staðfesta skal árlega hlítni við þær lagalegu kröfur og aðrar kröfur sem eiga við um kerfið.
  • Framkvæma skal innri úttekt á öllum útgefnum skjölum sem tilheyra jafnlaunastjórnunarkerfi eigi sjaldnar en á þriggja ára fresti. • Framkvæma skal rýni stjórnenda árlega þar sem jafnlaunamarkmið eru sett fram og rýnd.
  • Jafnlaunamál eru hluti af heildarstefnu Landspítala og jafnlaunastefna er kynnt fyrir starfsfólki og gerð aðgengileg almenningi. Framkvæmdastjóri rekstrar- og mannauðssviðs ber ábyrgð á að stefnu þessari sé fylgt eftir og skal starfsfólk leita til hans með athugasemdir eða fyrirspurnir sem varða kerfið.

 

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir
Af hverju ekki?