Sérnám lækna á Landspítala
Sérnámsstöður á Landspítala eru auglýstar samkvæmt samræmdu ráðningarferli fyrir Landspítala og Sjúkrahúsið á Akureyri. Sérnámsstöður lækna eru auglýstar tvisvar á ári í janúar og september.
Gert er ráð fyrir að sérnámslæknar hefji störf í byrjun mars og í lok júní árlega. Gerð er krafa um að nýir sérnámslæknar mæti á formlega móttökudaga sem eru kynntir þegar nær dregur.
Til að geta hlotið ráðningu í sérnámsstöðu þarf að uppfylla eftirfarandi skilyrði:
- Hafa lokið sérnámsgrunni eða sambærilegu starfsnámi sem samþykkt hefur verið að kennsluráði sérnámsgrunns
- Að læknir hafi almennt lækningaleyfi á Íslandi
- Að lágmarki B2 í tungumálafærni á íslensku fyrir þá sem við á
Allir umsækjendur sem uppfylla skilyrði um ráðningu eru boðaðir í viðtal með yfirlækni og kennslustjóra. Þeir skulu vera ótengdir umsækjanda. Mat á hæfi læknis skal vera hlutlægt og byggja á eftirfarandi þáttum hið minnsta:
- Ferilskrá og mati á henni.
- Einkunnum á embættisprófi og stöðluðum prófum í læknisfræði.
- Fyrri störfum að rannsóknum, kennslu og öðrum verkefnum sem þýðingu hafa og fram koma í ferilskrá.
- Umsögnum og meðmælum fyrri leiðbeinenda eða vinnuveitenda.
- Frammistöðu í viðtali þar sem m.a. er tekið tillit til viðhorfs áhuga og þekkingar umsækjenda á faginu, svo og sýn hans á stöðu sinni innan læknisfræðinnar og myndgreiningar í nútíð og framtíð.
Móttökudagar:
Nýráðnir fá boð á móttökudag og er skyldumæting þar. Móttökudagar eru venjulega haldnir í september og febrúar.
- Sérnám í almennum lyflækningum
- Sérnám í barna-og unglingageðlækningum
- Sérnám í bráðalækningum
- Sérnám í endurhæfingarlækningum
- Sérnám í geðlækningum
- Sérnám í háls- nef - og eyrnalækningum
- Sérnám í innkirtlalækningum
- Sérnám í ofnæmis- og ónæmislækningum sem viðbótarsérgrein við almennar lyflækningar eða sem fullt sérnám eftir MRCP gráðu.
- Sérnám í öldrunarlækningum sem viðbótarsérgrein við heimilislækningar eða undirsérgrein almennra lyflækninga.
- Almennar lyflækningar
- Barnalækningar
- Barna- og unglingageðlækningar
- Bráðalækningar
- Bæklunarskurðlækningar
- Endurhæfingarlækningar
- Fæðinga- og kvensjúkdómalækningar
- Geðlækningar
- Kviðarholsskurðlækningar
- Meinafræði
- Myndgreining
- Námsbraut í nýsköpun
- Réttarlækningsfræði
- Sérnám á sjúkrahúsinu á Akureyri
- Svæfinga- og gjörgæslulækningar
- Taugalækningar
- Öldrunarlækningar
- Almennt um sérnám á Íslandi. Tómas Þór Ágústsson framkvæmdastjóri lækninga á Landspítala
- Quality Improvement Training/ upplýsingar um gæðaverkefni
Þann 19.09.2025 verður handleiðaradagur fyrir lengra komna sérnámslækna (á 3 – 5 ári), haldinn í Baulu á Landakoti, frá 08:00 - 16:00
Þar verður m.a. farið yfir:
- Hlutverk handleiðara
- Endurgjöf
- Matsblöð
- Námslæknir í vanda
- Úrræði og stuðningur
Kennarar:
- Margrét Dís Óskarsdóttir, yfirlæknir sérnáms á Landspítala,
- Inga Sif Ólafsdóttir, sérfræðilæknir í ly- og lungnalækningum og yfirlæknir sérnámsgrunns á Landspítala
- Guðrún Ragnarsdóttir, dósent við menntavísindasvið H.Í.
Skráning fer fram hjá skrifstofu sérnáms: skrifstofasernams@landspitali.is
Fyrir 31. ágúst 2025
- 3ja daga námskeið: 10-12 nóvember, fullt.
- Framhaldsnámskeið 13.11, tveir tímar í boði: fyrir og eftir hádegið. Kennt er í Baulu á Landakoti
- 3ja daga námskeið: 9 – 11 mars. Kennt er í sal Læknafélagsins í Hlíðarsmára 8
- Framhaldsnámskeið: 12. mars, tveir tímar í boði: fyrir og eftir hádegið. Kennt er í Baulu á Landakoti
- Skráning fer fram hjá: skrifstofasernams@landspitali.is
- Reglugerð 856/2023 um menntun, réttindi og skyldur lækna og skilyrði til að hljóta lækningaleyfi og sérfræðileyfi.
- Reglugerð nr. 483/2023 um meðferð umsókna um starfsleyfi og sérfræðileyfi skv. lögum um heilbrigðisstarfsmenn nr. 34/2012 frá umsækjendum frá ríkjum sem íslenska ríkið hefur ekki samið við um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi.