Leit
Loka

Námstími: 5 ár

Kennslustjóri: Hildur Jónsdóttir  með netfang: hildurjo@landspitali.is

Samstarf: Royal College of Physcians

Yfirlæknir klínískrar þjónustu í almennum lyflækningum er Inga Sif Ólafsdóttir með netfangið: ingasif@landspitali.is 

Lyflækningadeildir Landspítala starfrækja formlegt framhaldsnám í almennum lyflækningum, byggt á fyrirmynd  JRCPTB  samþykkt upphaflega af mats- og hæfisnefnd í nóvember 2016. Uppfærð marklýsing sem gerir ráð fyrir fullu 5ára sérnámi í lyflækningum var samþykkt í nóvember 2020.

Lögð er áhersla á að veita þjálfun í undirstöðuþáttum almennra lyflækninga og nálgun klínískra vandamála með því að byggja upp færni, trausta dómgreind og fagmennsku.

Sérnámslæknar fá innsýn í flestar sérgreinar lyflækninga og störf í framlínu við móttöku bráðveikra sjúklinga, taka þátt í kennslu læknanema og sérnámsgrunnslækna. Sterk hefð er fyrir vísindavinnu samhliða framhaldsnáminu og geta sérnámslæknar fengið tvo rannsóknarmánuði á námstímanum kjósi þeir að stunda rannsóknir meðfram sínu sérnámi. Gerð er krafa um vinnu við afmarkað gæðaverkefni á námstímanum og hægt er að vinna að slíku í teymi eða minni hópum.

Marklýsingin í almennum lyflækningum gerir ráð fyrir að námslæknar ljúki þremur prófum á fyrstu þremur námsárunum, MRCP I (skriflegt) og MRCP II (skriflegur og verklegur hluti, sk PACES próf). Að því loknu  námi hljóta sérnámslæknar MRCPUK gráðu sem veitir réttindi til fulls sérnáms í lyflækningum.

Kennsluráð:

Hildur Jónsdóttir kennslustjóri
Inga Sif Ólafsdóttir yfirlæknir námlækna í lyflækningum
Guðjón Kristjánsson kennslustjóri SAk
Ólöf Kristjana Bjarnadóttir varakennslustjóri alm. lyf.
Einar Stefán Björnsson, prófessor í lyflækningum/forsvarsmaður fræðasviðs
Signý Vala Sveinsdóttir formaður Félags íslenskra lyflækna
Kristján Guðmundsson sérfræðilæknir
Jóhanna Rún Rúnarsdóttir fulltrúi sérnámslækna

  1.  




Landspítali auglýsir sérnámsstöður lækna tvisvar á ári í janúar og september.

Gert er ráð fyrir að sérnámslæknar hefji störf 1. mars og  í lok júní árlega. Í fyrstu viku er skylt að mæta á formlega móttökudaga sem eru kynntir þegar nær dregur.

Sérnám fer að mestu leyti fram á Landspítala en einnig á Sjúkrahúsinu á Akureyri í flestum greinum.

Samvinna hefur verið staðfesti milli SAk og almennra lyflækninga um sérnám og er gert ráð fyrir að sérnámslæknar vinni á báðum stöðum nema sérstakar aðstæður leyfi það ekki.

Kennslustjóri Almennra lyflækninga er Hildur Jónsdóttir.

Upplýsingar um klíníska þjónustu sérnáms veitir yfirlæknir klínískrar þjónustu Inga Sif Ólafsdóttir (ingasif@landspitali.is)

Frekari upplýsingar um námið veita umsjónarsérnámslæknarnir;  Ólöf Ása Guðjónsdóttir með netfangið: olofag@landspitali.is og Arna Rut Emilsdóttir með netfangið: arnarem@landspitali.is 

Skrifstofustjóri sérnáms: Ingibjörg Þóra Sæmundsdóttir, netfang: skrifstofasernams@landspitali.is

Kynningarmyndband um sérnám í almennum lyflækningum

Velkomin/n á lyflækningasvið  kynningarbréf

Samkomulag Þróunarmiðstöðvar íslenskrar heilsugæslu og Landspítala um sérnám í heimilislækningum ásamt viðaukum

 

Gátlistar:

  1. Gátlisti við upphaf starfa námslækna í heimilislækningum á lyflækningadeildum

Á fjögurra mánaða starfsnámstíma þurfa sérnámslæknar að skila eftirfarandi námsmati:

  • 2 MCR eða 2 matsblöð fyrir lækna í sérnámi í heimilislækningum
  • 10 MSF frá mismunandi starfsstéttum
  • 3-4 Mini CEX/CbD (getur farið fram í hermikennslu)

Sérnámslæknar skulu finna tíma með viðeigandi handleiðara/sérfræðilækni fyrir námsmat.

Sérnámslæknar taka eftir atvikum þátt í:

  • Teymisvinnu í bráðum aðstæðum (þverfagleg hermikennsla)
  • Fræðslufundum fyrir námslækna

   Matsblöð:

 

Útskýringar: 

 

 

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir
Af hverju ekki?