Framhaldsmenntunarráð lækninga á Landspítala, þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu og fræðslustofnun Læknafélags Íslands efna til sameiginlegs kynningarfundar um sérnám í læknisfræði á Íslandi og verður hann í Silfurbergi B í Hörpu 21. janúar 2020 á Læknadögum, kl. 16:20 til 18:00. Aðgangur er ókeypis og öllum frjáls.
Viðurkennt sérnám er nú að fullu eða hluta veitt í flestum greinum lækninga á Íslandi. Sérnámsstöður komandi námsárs eru auglýstar í kjölfar læknadaga. Mögulegum umsækjendum og öllum öðrum sem áhuga hafa gefst hér tækifæri til að hlýða á stuttar kynningar kennslustjóra bæði heimilislækna og annarra sérgreina á Landspítala og Sjúkrahúsinu á Akureyri ásamt því að ræða við þau um námið beint.
Viðurkennt sérnám er nú að fullu eða hluta veitt í flestum greinum lækninga á Íslandi. Sérnámsstöður komandi námsárs eru auglýstar í kjölfar læknadaga. Mögulegum umsækjendum og öllum öðrum sem áhuga hafa gefst hér tækifæri til að hlýða á stuttar kynningar kennslustjóra bæði heimilislækna og annarra sérgreina á Landspítala og Sjúkrahúsinu á Akureyri ásamt því að ræða við þau um námið beint.
Skylt efni:
Læknadagar 20. til 24. janúar 2020 í Hörpu - dagskrá
Nýtt samkomulag um sérnám í heimilislækningum
Samþykkt um sérnám í barnalækningum og samþætt kjarnanám í bráðagreinum lækninga
Fyrstu námslæknarnir á Landspítala luku kjarnanámi í lyflækningum