Félag fagfólks um offitu heldur ráðstefnu í Salnum í Kópavogi föstudaginn 20. september 2013. Ráðstefnan ber yfirskriftina „Listin að velja - ráðstefna um heilsu og holdafar“ og stendur frá kl. 09:00 til 17:00. Fyrir hádegi verða kynntar nýjustu niðurstöður rannsókna sem tengjast offitu. Ari Eldjárn gefur tóninn eftir hádegi og í framhaldi verða í boði fjölbreyttir fyrirlestrar þar sem fjallað verður um listina að velja.
Hvort stjórnumst við meira af frumstæðum hvötum eða skynsemi þegar kemur að heilsutengdri hegðun?
Tryggvi Þorgeirsson, læknir og lýðheilsufræðingur, svarar þessari og fleiri spurningum út frá atferlishagfræði.
Kúarar og kolvetni - fjallað verður um vinsælustu matarkúrana í dag, áhrif þeirra, kosti og galla. Einnig verður fjallað um innihaldslýsingar matvara - merkinguna á bakvið "Þar af sykur" o.fl., andlegu hliðina og hreyfingu í daglegu lífi.