Leit
Loka

Vantar fræðsluefni fyrir sjúklinga á þinni einingu?

Sýna allt

Fylgt er ákveðnu ferli við gerð fræðsluefnis fyrir sjúklinga og að standendur.Sjá: Gerð fræðsluefnis - ferli .


Fræðsluefni er vistað í gæðahandbók og er birt á ytri vef Landspítala eftir útgáfu þess. Endurskoða þarf efnið á 12-36 mánaða fresti.

Hægt er að senda sjúklingum fræðsluefni rafrænt í Heilsuveru úr Sögukerfi eða Heilsugátt eða í tölvupósti.

Útgefið fræðsluefni

Á vef Landspítala er að finna útgefið fræðsluefni sem Landspítali hefur gefið út. 

Nýlega útgefið fræðsluefni

Fræðsluefni er stundum gefið út á myndböndum hér neðan er dæmi um nýlegt efni sem hefur verið gefið út:

Skurðaðgerð í svæfingu - ferli sjúklings

Allur tilfallandi kostnaður s.s. vegna fjölritunar, prentunar, ljósmynda, teikninga, þýðinga eða yfirlesturs utan Miðstöðvar sjúklingafræðslu er greiddur af þeirri starfseiningu sem óskar eftir verkefninu.

Samþykki stjórnanda viðkomandi starfseiningar fyrir útgjöldum þarf að liggja fyrir áður en hafist er handa.


Hægt er að panta fjölritun á fræðsluefni með því að senda tölvupóst til fjölritun@landspitali.is

Tilgreina þarf fjölda eintaka sem beðið er um og stærð umbrots.


 

Vilt þú læra um sjúklingafræðslu?

Sýna allt

Þetta er í vinnslu

Öll námskeið um sjúklingafræðslu verða birt hér

Námskeiðin eru í vinnslu.

 

Fræðsla fyrir erlenda sjúklinga

Sýna allt

Ef þýða þarf fræðsluefni yfir á erlent tungumál er það gert af viðurkenndum þýðanda og lesið yfir af heilbrigðisstarfsmanni með viðkomandi tungumál sem fyrsta mál eða öfugt.

  • Fræðsluefni sem þýða á yfir á erlent tungumál þarf áður að hafa verið gefið út á íslensku í gæðahandbók Landspítala.
  • Kostnaður af þýðingu er greiddur af viðkomandi sviði/starfseiningu með samþykki stjórnanda.
  • Fræðsluefni á erlendum tungumálum er vistað í gæðahandbók og uppfært um leið og íslenska efnið er uppfært.

Miðstöð um sjúklingafræðslu hefur milligöngu um að útvega þýðanda.

Sjúklingar sem ekki tala íslensku eða nota táknmál eiga lagalegan rétt á túlkun á upplýsingum sem varða heilsu þeirra. Upplýsingar um túlkaþjónustu er að finna á heimasíðu Landspítala um ráðgjöf um túlkaþjónustu.


Meginforsenda góðrar heilbrigðisþjónustu eru góð samskipti. Tungumálaerfiðleikar eru stærsta hindrunin í samskiptum við erlenda skjólstæðinga. Þegar samskipti eru takmörkuð er þjónustan verri því óskýr samskipti geta valdið misskilningi og ógna þar með öryggi sjúklinga.

Með auknum fjölda erlendra starfsmanna sem sinna sjúklingafræðslu er mikilvægt að til sé efni á fleiri tungumálum en íslensku til að tryggja að öll skilaboð komist til skila.

Góð og trygg samskipti fækka endurkomum á sjúkrahús, stytta sjúkrahúsdvöl, fækka óþarfa kostnaðarsömum rannsóknum og koma jafnvel í veg fyrir ranga sjúkdómsgreiningu. Meðferðarheldni sjúklinga eykst, þjónustan verður heildrænni og skjólstæðingar ánægðari.

Mikilvæg atriði sem þarf að hafa í huga við sjúklingafræðslu erlendra skjólstæðinga má finna hér: Menningarnæm fræðsla.

Gagnlegt getur verið fyrir einingar að koma sér upp gagnabanka um áreiðanlegar vefsíður á erlendum tungumálum til að benda sjúklingum á. Slíkt má meðal annars gera í gegnum sjúklingasamtök eða fagfélög.

Care-to-translate (C2T) Clinic smáforritið (appið) er samskiptatól sem notað er í samskiptum við erlenda sjúklinga sem geta hvorki tjáð sig á ensku né íslensku. Þetta þýðingartól inniheldur fyrirfram skilgreinda frasa, setningar, orð og fleira á rúmlega 40 tungumálum og er vottað fyrir heilbrigðisstofnanir.

Lausnin er aðgengileg hvenær sem er þegar hún hefur verið sett upp í t.d. spjaldtölvur á Landspítala. Hún er viðbót við þær lausnir sem fyrir eru, t.d. túlkaþjónustu og Language line og er nú (árið 2022-2023) í prófun á Landspítala. Verkefnið er skref í þróun sjúklingafræðslu og vandraðra samskipta í heilbrigðiskerfinu. Margar deildir taka þátt í prófun á C2T.

Vinsamlegast hafið samband við Brynju Ingadóttur, sérfræðing í hjúkrun (brynjain@landspitali.is) á Miðstöð sjúklingafræðslu ef þið hafið áhuga á að kynna ykkur lausnina betur.

 

Um okkur

Sýna allt

Miðstöð um sjúklingafræðslu á Landspítala var stofnuð 2019 og tilheyrir skrifstofu framkvæmdastjóra hjúkrunar og lækninga. Dr. Brynja Ingadóttir, sérfræðingur í hjúkrun veitir miðstöðinni forstöðu (brynjain@landspitali.is).

Hlutverk miðstöðvar um sjúklingafræðslu

  • Miðstöðin er leiðandi í þróun sjúklingafræðslu innan Landspítala þ.m.t. gerð ferilgreininga og ferla um gerð fræðsluefnis, þjálfun starfsfólks og sjúklinga, innleiðingu nýrra kennsluaðferða og miðla og rannsókna á áhrifum þeirra. Hún aðstoðar starfsfólk við verkefni er tengjast umbótum í sjúklingafræðslu. Hún er í samstarfi við viðeigandi aðila um innleiðingu fullnægjandi skráningar um fræðslu.
  • Miðstöðin ber ábyrgð á frumútgáfu og endurskoðun fræðsluefnis á vegum Landspítala, í nánu samstarfi við klíníska starfsmenn. Þetta á jafnt við um fræðsluefni á vefsíðu, prentað efni og myndefni.
  • Miðstöðin er fulltrúi Landspítala út á við í samstarfi um fræðslu til sjúklinga, aðstandenda og almennings. Hún hefur frumkvæði að samræmingu og samstarfi við ytri aðila til að tryggja aðgengi sjúklinga, aðstandenda og almennings að fræðslu.
  • Miðstöðin ber ábyrgð á að fylgjast með hvað er efst á baugi í sjúklingafræðslu, hérlendis sem og erlendis og miðlar því til starfsmanna.
  • Miðstöðin er í samstarfi við háskóla um þróun starfseminnar, s.s. rannsóknarverkefni og menntun heilbrigðisstétta um sjúklingafræðslu.

Innan miðstöðvarinnar starfar ritstjórn sjúklingafræðsluefnis  og stýrinefnd til ráðgjafar. Sjá hér neðar í +lista  "Ritstjórn og ritstjórnarstefna."

Ritstjórn sjúklingafræðsluefnis starfar innan miðstöðvar sjúklingafræðslu. Ritstjórnin hefur það verkefni að sjá um útgáfu sjúklingafræðsluefnis á vegum Landspítala með því að:

  • Aðstoða starfsfólk eininga við gerð fræðsluefnis og útgáfu þess og sjá um endurskoðun á útgefnu efni.
  • Tryggja að útgefið efni uppfylli gæðakröfur, sé ritað með heilsulæsi og jafnrétti í huga og með þátttöku notenda.

Ritstjórn starfar samkvæmt ritstjórnarstefnu  og hana skipa:

Katrín Blöndal, sérfræðingur í hjúkrun sem veitir ritstjórn forstöðu (skrifstofu framkvæmdastjóra hjúkrunar)
Kristín Halla Marínósdóttir, lyflækninga- og bráðasviði
Margrét Sjöfn Torp, verkefnastofu
Sigríður Heimisdóttir, lyflækninga- og bráðasviði
Þorgerður Ragnarsdóttir, skrifstofu framkvæmdastjóra hjúkrunar
Kristín Skúladóttir, verkefnastofu

Netfang ritstjórnar: sjuklingafraedsla@landspitali.is


Hafðu samband

Netfang: sjuklingafraedsla@landspitali.is

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir
Af hverju ekki?