Gerviliðir í mjöðm
Heilgerviliður í mjöðm
Höfundarréttur myndbanda:
Medical Animation Copyright © 2017 Nucleus Medical Media. All rights reserved
Um mjaðmagerviliði
Í mjaðmaliðskiptum er lærleggshöfuð fjarlægt og sett skaft með kúlu í lærlegginn. Við heilliðsaðgerðir er líka sett liðskál úr plasti í mjaðmagrindina. Í aðgerð er mótuð skál mjaðmagrindar og lærleggshálsinn til að taka við íhlutum.
Mjaðmagerviliðir geta ýmist verið festir við bein með sementi eða án þess. Iðulega eru ósementeraðir liðir notaðir í fólk þar sem beinið er stöndugra og líklegt til að gróa fast við yfirborð íhlutarins.
Kolbrún Kristiansen, sérfræðingur í hjúkrun:
Hjúkrun - fræðsla fyrir gerviliðsaðgerð á mjöðm (mp4)
Guðríður Erna Guðmundsdóttir iðjuþjálfi
Jenný Kaaber næringarfræðingur:
Góð næring fyrir og eftir skurðaðgerð (mp4)
Algengar spurningar um gerviliði og liðskiptaaðgerðir
Aðgerðin felst í meginatriðum í því að teknir eru burt náttúrulegir liðfletir sjúklingsins og settir í staðinn íhlutir úr ólífrænu efni. Flestir gerviliðir samanstanda af íhlutum úr cobalt-chrome málmblöndu og einnig er notast við slitsterkt polyethylen plast. Hægt er að velja að nota svokallað beinsement eða ekki til að festa íhluti gerviliðar við bein. Sement þetta er fjölliða (polymethyl methylacrylate) sem inniheldur einnig sýklalyf.
Já. Rannsóknir hafa sýnt að tog vegna segulkrafta segulómtækis á þá málma sem notaðir eru í íhluti við liðskiptaaðgerðir eru innan við fjórðungur af togi þyngdaraflsins.Þó þarf að veita geislafræðingum upplýsingar um ígræði og tegund íhluta þegar slíkar rannsóknir eru fyrirhugaðar.
Þegar settur er gerviliður í mjöðm lengist stundum ganglimur óverulega. Þetta er vegna þess að mjöðm einstaklings getur reynst óstöðug í aðgerð og þá þarf að auka lengd íhluta til að viðhalda stöðugleika í liðnum og forða liðhlaupi eftir aðgerð.
Aðrir fylgikvillar geta komið upp en eru fátíðir.