Stöndum með Landspítala
Almenningur hugsar hlýtt til Landspítala sem birtist meðal annars í því að einstaklingar, félagasamtök og fyrirtæki hafa alltaf stutt dyggilega við starfsemina með stórum gjöfum og smáum.
Margir leita nú til Landspítala og vilja leggja sitt af mörkum til að létta undir í sameiginlegri baráttu allra við COVID-19. Fyrir það er starfsfólk spítalans þakklátt og með þessari vefsíðu er leitast við að veita leiðsögn í því:
- Viltu gefa einhvers konar búnað eða annað sem gæti komið að notum við umönnun sjúklinga?
- Viltu færa starfsfólkinu eitthvað sem það gæti nýtt í störfum sínum?
- Ertu með hugmynd að einhverju sem þú telur að myndi nýtast á Landspítala?
- Eitthvað allt annað en þetta en að þínum dómi gagnlegt?
A. Sendu tölvupóst á stondummed@landspitali.is og þér verður svarað en það gæti tekið einhvern tíma vegna anna í starfseminni.
B. Fylltu út formið hér til hliðar og skráðu hvað þú vilt leggja af mörkum. Þér verður svarað þótt það gæti tekið einhvern tíma vegna anna í starfseminni.
C. Ef þú vilt styðja Landspítala með fjárframlagi vegna COVID-19 þá getur þú gert það með því að fara á þessa síðu: Stöndum saman með Landspítala -peningastyrkur. og velja "Styrktarsjóð Landspítala"
______________________________________________
Aðrar leiðir til að styrkja starfsemina:
Beinir styrkir
Minningarkort
Aðrir sjóðir og minningarkort til styrktar Landspítala