Leit
Loka
 

Nýr starfsmaður

Landspítali er stærsti vinnustaður landsins með hátt í 6000 starfsmenn. Mikil þekking og reynsla býr í okkar stóra starfsmannahópi og hér eru allir starfsmenn mikilvægir hlekkir í keðjunni. Stefna okkar á Landspítala er skýr, sjúklingurinn er í öndvegi. Unnið er í teymisvinnu og hver starfsmaður hefur tvö hlutverk, þ.e.a.s. að vinna verkefnin sín og vinna að stöðugum umbótum. Unnið er einnig að bættri öryggismenningu og auknum gæðum í þjónustu við sjúklinga.

Það er okkur metnaðarmál á Landspítala að taka vel á móti nýjum starfsmönnum.

Nýr starfsmaður

Landspítali er stærsti vinnustaður landsins þar sem starfa um 6700 einstaklingar. Mikil þekking og reynsla býr í okkar stóra starfsmannahópi og hér eru öll störf og einstaklingarnir sem þeim sinna mikilvægir hlekkir í keðjunni. Stefna okkar á Landspítala er skýr, sjúklingurinn er í öndvegi. Unnið er í teymisvinnu og hver starfsmaður hefur tvö hlutverk, þ.e.a.s. að vinna verkefnin sín og vinna að stöðugum umbótum. Unnið er einnig að bættri öryggismenningu og auknum gæðum í þjónustu við sjúklinga. 

Það er okkur metnaðarmál á Landspítala að taka vel á móti nýju starfsfólki.

 

Móttökumiðstöð nýráðinna

Öll sem ráðin eru til starfa á Landspítala mæta í nýliðamóttöku starfsfólks áður en þeir hefja störf á einingum Landspítala. 

Móttökumiðstöðin er staðsett í Skaftahlíð 24, á fyrstu hæð í norður húsi.

Í móttökumiðstöðinni fær starfsmaður:

  • Almenna nýliðaþjálfun
  • Viðtal við starfsmannahjúkrunarfæðing
  • Myndatöku og auðkenniskort
  • Aðgang að kerfum sem viðkomandi þarf
  • Leiðbeiningar og kennsla fyrir nýja starfsmenn (Myndbönd um vinnustund, hagnýtar upplýsingar o.fl.) 

Ýmis nýliðafræðsla - myndbönd

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir
Af hverju ekki?