Starfsmannafélag Landspítala hefur fengið Aðalheiði Birnu Gunnarsdóttur starfsmanna listmuna- og minjanefndar spítalans til að vera með leiðsögn um sýninguna miðvikudaginn 20. október 2010. Leiðsögnin byrjar kl. 12:10 og verður 40 til 45 mínútur að lengd. Safnast verður saman í Kringlunni á Landspítala Hringbraut (aðalinngangur).
Sýningin skiptist í sex hluta:
1. Fyrstu skrefin: Þáttur kvenna
2. Fyrstu skrefin: Bygging Landspítala
3. Fyrstu skrefin: Gömul lækningaáhöld
4. Ljósmyndir frá 1933
5. Listaverkaeign Landspítala: Framlög úr Listskreytingasjóði ríkisins
6. Listverkaeign Landspítala: Andlit spítalans.
Sögusýningin er öllum opin alla daga til jóla 2010. Gengið er til hægri þegar komið er inn í Kringluna.