"Áhrif kæfisvefnsmeðferðar á áhættuþætti hjarta- og æðasjúkdóma hjá kæfisvefnssjúklingum í yfirþyngd og kjörþyngd" er yfirskrift kynningar á the Penn-Iceland Sleep Apnea (PISA) rannsókninni sem verður í Blásölum á Landspítala Fossvogi mánudaginn 22. nóvember 2010, kl. 12:15 til 13:00. Allir eru velkomnir. Fundarstjóri er Þórarinn Gíslason yfirlæknir.
Fyrir tæpu ári hófst rannsóknarsamstarf UPENN í Philadelphiu og lungnadeildar LSH um tengsl kæfisvefns, offitu og hjarta- og æðasjúkdóma. Rannsóknin mun standa yfir í 5 ár og verða áhrif meðferðar með svefnöndunartæki (CPAP) á hjarta, æðar og bólguþætti metin hjá annars vegar feitlögnum og hins vegar grönnum sjúklingum með kæfisvefn. Viðmiðunarhópur án kæfisvefns verður skoðaður á sama hátt.
Gestir fundarins eru Samuel T. Kuna, yfirlæknir lungnadeildar VAMC og aðstoðarprófessor við UPENN og Julio Chirinos sem er hjartalæknir og stýrir Cardiovascular Non-invasive Imaging við VAMC. Þeir munu lýsa stöðu þekkingar á þessu sviði og fjalla um þá rannsókn sem er í gangi.