Þátttakendur Landspítala í átakinu ,,Hjólað í vinnuna", á vegum Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, hjóluðu eða gengu samtals 17.577 km. í ár en átakið stóð yfir dagana 6. - 26. maí 2009. Í ár tóku 217 starfsmenn spítalans þátt í átakinu. Alls skráðu 32 lið sig til leiks í ár frá hinum ýmsu deildum spítalans og ýmist hjóluðu eða gengu í eða/og úr vinnu. Í fyrra tóku 178 einstaklingar í 23 liðum þátt í sama átaki og hjóluðu samtals 8.770 km.
Af 32 liðum Landspítala sem tóku þátt í ,,Hjólað í vinnuna" hjólaði og/eða gekk 10 manna lið göngudeildar G-3, G-þrí(r)hjólið, flesta kílómetra eða 1.816 eða 181 km hver þátttakandi. Fjögurra manna lið Kjölsvína hjóluðu hlutfallslega flesta daga eða 14 og hlutfallslega flesta kílómetra eða 439 km. hver þátttakandi (1.756 heildar kílómetrar). Slysóliðið stóð sig einnig mjög vel með því að hjóla og/eða ganga 1.602 kílómetra þá daga sem átakið stóð.
Skrifstofa mannauðsmála hvetur starfsmenn til að nota sumarið til frekari hjólreiða.
Hjólað í vinnuna