Lið Landspítala í vinnustaðakeppninni í Lífhlaupinu 2011 eru orðin 48 og hart barist! En líka er hægt að taka þátt í einstaklingskeppni Lífshlaupsins og það gera sumir starfsmenn spítalans.
Einstaklingskeppnin nær yfir eitt Lífshlaupsár, þ.e. frá upphafsdegi þess ár hvert að upphafsdegi árið eftir. Þeirra á meðal er Lísbet Grímsdóttir yfirlífendafræðingur á klínískri lífefnafræðideild á rannsóknarsviði sem hóf þátttöku í einstaklingskeppninni árið 2010. Fyrir rúmu ári var Lísbet illa haldin vegna skaða í hné. Hún gekk við hækjur og ekki góðar horfur á hún gæti gengið óhölt og án stuðnings. Lísbet einsetti sér að því að komast í gott form aftur, setti sér markmið, skráði sig í Lífshlaupið sem einstaklingur og hefur skráð inn alla hreyfingu síðan. Nú fer Lísbet allra sinna ferða gangandi eða á hjóli og var sæmd platínumerki Lífshlaupsins árið 2010.
Á hverju Lífshlaupsári gefst þátttakendum í einstaklingskeppninni kostur á að vinna sér inn verðlaun eftir að hafa náð ákveðnum fjölda daga í hreyfingu. Hægt er að hljóta brons, silfur, gull og platínumerki. Til að hljóta platínumerki þarf að að skrá a.m.k.30 minútna hreyfingu í 335 daga. Í ár taka samstarfsmenn Lísbetar á rannsóknarsviði virkan þátt í vinnustaðakeppninni í Lífshlaupinu en 14 af liðunum 48 frá Landspítala eru frá því sviði.