Kolbrún Gísladóttir hjúkrunarfræðingur hefur verið ráðin hjúkrunardeildarstjóri á hjarta-, lungna-, og augnskurðdeild 12E á skurðlækningasviði frá 1. janúar 2009.
Kolbrún lauk BS námi í hjúkrunarfræði frá HÍ árið 1994. Í rúmt ár hefur hún starfað sem deildarstjóri á göngudeild þvagfærarannsókna 11A en lengst af hefur hún starfað á hjarta-,lungna- og augnskurðdeild. Hún sinnti jafnframt starfi gæðastjóra á skurðlækningasviði að hluta til í 1 ár.
Kolbrún hefur setið í ýmsum nefndum á vegum spítalans og skurðlækningasviðs, s.s. nefnd um stýrt flæði sjúklinga, nefnd um nýjan vef skurðlækningasviðs, nefnd um strikamerkingar og rýmingaráætlun á Landspítala. Hún átti sæti í starfshópi til að rýna drög að þarfalýsingu nýs spítala og var skipuð árið 2007 í sérstaka 9 manna stýrinefnd Landspítala til að vinna að því að ljúka frumáætlun um fyrirkomulag allrar meginstarfsemi nýs sjúkrahúss.