Embætti landlæknis og Landspítali hafa gert með sér samstarfssamning vegna tóbaksvarna á spítalanum á árinu 2012.
Samkvæmt samningnum styrkir Embætti Landlæknis spítalann til ýmissa verkefna í tóbaksvörnum sem ætlunin er að ljúka á árinu. Helstu atriði samningsins eru eftirfarandi:
Fyrstu 4 mánuði ársins 2012
- Samþykkt stefna og stefnumótun um tóbaksvarnir á Landspítala liggi fyrir snemma árs 2012 og sé leiðandi í starfi tóbaksvarna á spítalanum
- Stefna og stefnumótun sé aðgengileg á vef Landspítala og gefin út í prentuðu formi
- Kynning á stefnu og stefnumótun fari fram á sjúkrahúsinu og í fjölmiðlum
- Embætti landlæknis veiti ráðgjöf og stuðning við innleiðingu á stefnu Landspítala
- Embætti landlæknis veiti ráðgjöf og stuðning við gerð og val á fræðsluefni og gerð aðgerðaáætlana
Áherslur í forgangsröðun
1. Umhverfi
2. Sjúklingar
3. Starfsfólk
4. Gestir
5. Aðrar heilbrigðisstofnanir
Verkferlar
- Heildarferli um tóbaksvarnir á Landspítala, stjórnun, aðgerðir, tímarammar, eftirlit, eftirfylgni, áfangaskýrslur (júní og desember) og endurmat
- Fræðsluferli fyrir starfsfólk, sjúklinga og gesti
1. Umhverfi
Aðgerðaáætlun um hönnun, smíði og uppsetningu skilta sem gefur til kynna reglur um tóbaksvarnir á Landspítala
2. Sjúklingar
Samhæfðar fræðsluaðferðir ásamt leiðbeiningum
3. Starfsfólk
Fræðsla og fræðsluefni um tóbaksvarnir og meðferð
4. Gestir
Upplýsingar til gesta um að Landspítali sé tóbakslaust sjúkrahús
5. Aðrar heilbrigðisstofnarnir
Nýtingarmöguleikar annarra heilbrigðisstofnana að hugmyndafræði og efni um tóbaksvarnir á Landspítala eru til staðar.
Tengiliðir verkefnisins af hálfu Landspítala eru tóbaksvarnanefnd spítalans, Dóra Lúðvíksdóttir, Rakel Valdimarsdóttir og Niels Chr. Nielsen en af hálfu Embættis Landlæknis Bára Sigurjónsdóttir.