Þrjár deildir á mannauðssviði
Skipurit mannauðssviðs (pdf)
|
Launadeild
Ásgeir M. Kristinsson er deildarstjóri launadeildar Launadeild mannauðssviðs (MAN) ber ábyrgð á að starfsmenn LSH fái greidd rétt laun á réttum tíma. Launadeild annast útreikninga og útborgun launa sem byggir á upplýsingum í launa- og viðverukerfi spítalans. Grundvallarþættir í starfsemi launadeildar eru móttaka, úrvinnsla, uppfærsla, skráning, úttektir og varsla launagagna. Auk þess eru viðhald starfsmannaskráa, eftirlit og uppfærsla á úttekt og ávinnslu leyfa, verkefni sem falla undir ábyrgðarsvið launadeildar. Helstu samskiptaaðilar launadeildar utan spítalans eru Fjársýsla ríkisins, Skýrr, fjármálaráðuneytið og lífeyrissjóðir.
Ásgeir er húsasmiðameistari og með diplomanám í starfsmannastjórnun Hann var yfirmaður starfsmannamála hjá Vegagerðinni í 18 ár. Ásgeir hóf starf á Landspítala 2009. |
|
Lögfræði- og kjaradeild
Oddur Gunnarsson er deildarstjóri lögfræði- og kjaradeildar Lögfræði- og kjaradeild mannauðsssviðs sér um samhæfingu og umsjón með lögfræðilegum málefnum á LSH. Deildin fer með samskipti stofnunarinnar við dómstóla, lögfræðilegar úrskurðarnefndir, Umboðsmann Alþingis og aðrar opinberar stofnanir í samráði við stjórnendur. Lögfræði- og kjaradeild hefur umsjón með aðkeyptri lögfræðiþjónustu sem spítalinn þarf á að halda hverju sinni, annast samskipti við ríkislögmann og hefur milligöngu um að kalla eftir utanaðkomandi lögfræðiaðstoð. Lögfræði- og kjaradeild ber ábyrgð á samræmdri upplýsingamiðlun um kjaramál, launasetningu og réttindi og skyldur starfsmanna LSH samkvæmt lögum og ber ábyrgð á samræmingu innan stofnunarinnar á sviði ráðninga- og kjaramála. Lögfræði- og kjaradeild fylgir eftir ákvörðunum og stefnumótun kjara- og launanefndar auk þess að sjá um framkvæmd og túlkun kjarasamninga og gerð stofnanasamninga.
Deildin annast öll lögfræðileg mál á sviði mannauðsmála og er yfirstjórn og millistjórnendum til aðstoðar í þeim málaflokki. Hún starfar samkvæmt lögum og öðrum þeim stjórnvaldsfyrirmælum sem gilda um stofnunina og aðrar heilbrigðisstofnanir á hverjum tíma. Oddur er lögfræðingur og hefur starfað á Landspítala frá 1997. |
|
Starfsumhverfisdeild
Svava Kr. Þorkelsdóttir er deildarstjóri starfsumhverfisdeildar Starfsumhverfisdeild mannauðssviðs samþættir stjórnun mannauðs við áætlanir og þarfir LSH í mannauðsmálum, hvernig skuli staðið að ráðningum starfsmanna og vali á þeim, umbunar- og hvatakerfi, þjálfun, starfsþróun og starfslokum. Hún stuðlar að samskiptum og samstarfi við mannauðsráðgjafa sviða og samræmir störf þeirra og upplýsingagjöf.
Starfsumhverfisdeild er þekkingarmiðstöð á sviði starfsþróunar, heilsueflingar og vinnuverndar og stuðlar að eflingu vinnuverndarstarfs innan spítalans. Deildin ákveður mannauðsmælikvarða, kannanir á þeim, úrvinnslu þeirra og eftirfylgni í samráði við stjórnendur. Deildin skal vera stjórnendum Landspítala til ráðgjafar og aðstoðar í málum er snúa að starfsumhverfi starfsmanna. Svava er hjúkrunarfræðingur og kennari með MSN gráðu í fjölskylduhjúkrun. Hún hefur lokið MA gráðu í mannauðsstjórnun og er með diplómanám í námskrárfræðum og skólanámskrárgerð. Svava hefur starfað á Landspítala með hléum frá 1991. |