Starfsmenn á Landspítala - háskólasjúkrahúsi leggja gjörva hönd á margt í frístundum sínum, eins og víða má sjá og alkunna er. Páll Torfi Önundarson yfirlæknir blómeinafræðideildar er vel þekktur gítarleikari og lagasmiður. Nú sækist hann eftir frama í Evróvisjón og er höfundur bæði lags og texta sem er komið í 15 laga úrslit undankeppninnar hér á landi. "Ferrari" er útsett af Páli Torfa sjálfum, ásamt Þóri Baldurssyni og Gunnari Þórðarsyni. Ragnheiður Gröndal, 18 ára jazz-söngkona, syngur.
Aðspurður um lagið og fortíð í tónlistinni, segir Páll Torfi:
" Þetta er söng og danslag; afrókúbönsk chachacha (eða "salsa" sem sumir myndu kalla). Tónsmiðurinn og skáldið... var í Grasrex og Diabolus in Musica í gamla daga og í hinum og þessum samspilum síðar, þ.m.t. Six-pack Latino og því fræga bandi Tommi, Palli og Villi-Valli á Ísafirði. Fyrri tónsmíðar m.a. Pétur Jónatansson, Timbúktu, Sautján stig og sól, Mambo alla Turca, Tangó í myrkri og Fólkvísa."
Hægt er að hlusta á lagið með því að smella hér, önnur lög í keppninni eru hér.
Ferrari
1 Það var við Miðjarðarhafið í Mónakó um miðjan dag, sólin skein, það var gola af sjó Þar birtist beint fyrir augum mér ökuþór - á rauðum Ferrari. |
|
2 Hann brosti til mín og mjúkleg´um stýri strauk. Svo lyftist hárið í vindinum -mér þar með allri lauk- Hann sagði: "Sértu að hugs´um mig sestu við hlið mér í Ferrari". | |
3 Eins og í vímu vaðandi reyk í skýjum á flugi Svo dulúðugur hann studd´ á stöng og skipti í fjórða |
|
4 Og blærinn lék um vanga og svalaði kinn Þaut um strætin þröng í botn gaf hann inn Hann var svo heillandi hárið svart og hann hafði dulinn kraft hann var hann var engum líkur |