Bylgja Kærnested hjúkrunarfræðingur á hjartadeild 14E var kjörin formaður hjúkrunarráðs Landspítala á aðalfundi þess miðvikudaginn 22. október 2008. Álfheiður Árnadóttir lét þá af störfum en hún hefur gegnt formennskunni í tvö ár.
Þórgunnur Hjaltadóttir hjúkrunarfræðingur og verkefnastjóri mannauðs- og gæðamála á lyflækningasviði I var kjörin varaformaður og tekur við af Sigrúnu Lind Egilsdóttur.
Sigríður Zoëga hjúkrunarfræðingur á þvagfæraskurðdeild 13D var kjörin ritari í stað Brynju Ingadóttur.
Ný stjórn hjúkrunarráðs Landspítala