Framkvæmdastjóri lækninga hefur, í samráði við framkvæmdastjóra lyflækningasviðs, skipað Einar S. Björnsson, prófessor og yfirlækni, formann lyfjanefndar Landspítala til 5 ára. Einar hefur margra ára reynslu af skipulagi lyfjamála við Sahlgrenska háskólasjúkrahúsið í Gautaborg og er sérfræðingur í áhrifum lyfja á lifur.
Nýr formaður lyfjanefndar verður, í samvinnu við nefndina og framkvæmdastjóra lækninga, leiðandi hvað varðar stefnu spítalans í lyfjamálum. Hann mun stjórna starfi lyfjanefndar sem meðal annars ber ábyrgð á lyfjalista LSH, eftirliti með ávísun og notkun lyfja, samanburði við erlendar stofnanir og áætlanagerð varðandi lyfjakostnað með sérstakri áherslu á dýrustu lyfin.
Gerður Gröndal læknir, sérfræðingur í gigtsjúkdómum, óskaði í haust eftir lausn frá störfum sem formaður lyfjanefndar en nefndin nýtur þó áfram krafta hennar.