Baldur Tumi Baldursson er settur yfirlæknir húð-og kynsjúkdómalækninga þar til gengið hefur verið frá ráðningu nýs yfirlæknis að loknu auglýsinga- og ráðningarferli. Jón Hjaltalín Ólafsson hætti störfum á LSH að eigin ósk í nóvemberlok 2011.
Baldur Tumi útskrifaðist frá læknadeild Háskóla Íslands árið 1985. Hann stundaði sérnám í húðsjúkdómalækningum 1988-1994 á Akademiska Sjukhuset í Uppsölum og Karolinska Sjukhuset í Stokkhólmi. Hann lauk doktorsprófi í maí 2000 frá Karolinska Institutet. Ritgerðin fjallaði um flöguþekjukrabbamein í langvinnum sárum. Núverandi vísindastörf Baldurs snúast að mestu um rannsóknir á lækningaeiginleikum fiskiroðs.
Baldur starfaði á framangreindum sjúkrahúsum og síðan sem sérfræðilæknir og yfirlæknir á húðsjúkdómadeildinni í Gävle í Svíþjóð. Hann hefur verið sérfræðilæknir á Landspítala frá árinu 2000.