Ályktun stjórnar læknaráðs Landspítala 19. október 2011:
"Þrátt fyrir að þegar hafi orðið um 23% niðurskurður á rekstrarfé til Landspítalans frá árinu 2008, þrátt fyrir fækkun á starfsfólki um tæp 600 manns og þrátt fyrir varnaðarorð frá forstjóra og framkvæmdastjórn LSH og lækna- og hjúkrunarráðum LSH um að ekki verði gengið lengra í hagræðingu á rekstri Landspítalans án skertrar þjónustu við sjúklinga landsins, kemur enn fram sparnaðarkrafa á rekstur Landspítalans. Sparnaðarkrafan fyrir árið 2012 er 630 milljónir."
Sjá ályktunina í heild (pdf)