Umsóknarfrestur um diplómanám í opinberri stjórnsýslu fyrir stjórnendur í heilbrigðisþjónustu rennur út til 5. júní 2011.
Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands í samstarfi við viðskiptafræðideild, hagfræðideild og heilbrigðisvísindasvið Háskóla Íslands, heilbrigðisráðuneytið, Landspítala, Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, Landssamband heilbrigðisstofnana, Félag forstöðumanna sjúkrahúsa og Samtök fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu býður upp á sérstaka námsleið fyrir stjórnendur í heilbrigðisþjónustu.
Skráning í námið: Rafræn umsókn
Inntökuskilyrði eru BA, BS eða BEd próf í einhverri grein. Þeir sem hafa ekki lokið grunnnámi við Háskóla Íslands þurfa að skila inn staðfestu afriti af prófskírteini á skrifstofu stjórnmálafræðideildar, Gimli við Sæmundargötu, 101 Reykjavík.
Skráningargjald í Háskóla Íslands veturinn 2011-2012 er kr. 45.000,-
Frekari upplýsingar veita Elva Ellertsdóttir, deildarstjóri stjórnmálafræðideildar s. 52 54573 og Ásta Möller, forstöðumaður Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála s. 525 5454/863 9307.