Sumarið 2010 verður dregið úr starfsemi Landspítala eins og mögulegt er.
Á síðastliðnum árum hefur fjölmörgum legurýmum verið lokað eða breytt í dagrými. Nú eru um 690 legurými til ráðstöfunar á spítalanum auk 50 rýma á sjúkrahóteli. Í sumar verður rúmlega 20% þessara rýma lokað í áföngum á 12 vikna tímabili.
Lokanir eru mestar á hásumarleyfistímanum í júlí en þá verða lokuð tæplega 130 rými um þriggja vikna skeið.
Undirbúningur sumaráætlunar hefur staðið yfir frá áramótum og var hún samþykkt í framkvæmdastjórn 23. mars 2010.
Samantekt um sumarstarfsemina (pdf)
Nánar í töflu (xls)