Frá erfða- og sameindalæknisfræðideild Landspítala:
Rannsóknasvör erfða- og sameindalæknisfræðideildar eru nú birt rafrænt sem pdf skjöl í Heilsugátt. Deildin mun því hætta að senda út prentuð rannsóknasvör til lækna Landspítala. Pappírssvör verða áfram send til lækna utan spítalans. Rannsóknasvör frá erlendum og ytri rannsóknarstofum verða áfram send tímabundið út á pappírsformi þar til rafræn lausn er komin í gagnið.
Aðgangstakmarkanir að rannsóknasvörunum er þær sömu og almennt hjá lækningarannsóknum. Í stöku tilfellum er þörf á frekari aðgangstakmörkunum. Sem dæmi má nefna niðurstöður rannsókna varðandi áhættu á að fá alvarlega sjúkdóma síðar á ævinni þar sem fyrirbyggjandi meðferð er ekki til. Læknir sem biður um rannsókn getur í þeim tilvikum óskað eftir því á beiðninni að niðurstaða verði eingöngu birt honum.