Unnið er að stofnun Minningarsjóðs Margrétar Oddsdóttur, skurðlæknis og prófessors. Markmið sjóðsins verður að styðja brjóstaskurðlækningar við Landspítala. Leitað hefur verið til einstaklinga, stofnana og fyrirtækja um fjárframlög. Gengið verður frá formlegri stofnun minningasjóðsins fyrstu helgina í október
Margrét Oddsdóttir hefði orðið 55 ára 3. október 2010. Undirbúningshópur að stofnun sjóðsins og fjölskylda Margrétar bjóða til samvista með kaffi og meðlæti í safnaðarheimili Kópavogskirkju (gengt Gerðarsafni) sunnudaginn 3. október, kl. 16:00. Undanfari þessarar stundar verður stutt gönguferð um Fossvogsdalinn. Lagt verður af stað frá Snælandsskóla kl. 15:00.
Allir eru velkomnir.
Kennitala sjóðsins: 700410 1610
Reikningsnúmer: 0130 15 381828
Einnig tekið við framlögum á www.brjost.is
Skylt efni:
Skurðlækningahandbók tileinkuð minningu Margrétar Oddsdóttur