Sumarstarfið á sjúkrahúsinuMeginstarfsemi barnadeildar Landspítala Fossvogi verður flutt á Barnaspítala Hringsins í 5 vikur í sumar. Skrifstofa forstjóra hefur sent frá sér tilkynningu um sumarstarfið á sjúkrahúsinu.02.06.2000ForsíðufréttirHjúkrunForsíðufréttirHjúkrunSkrifstofa forstjóra - spítalastarfsemiLækningar Prentað af vef Landspítala - háskólasjúkrahúss Sumarstarfið á sjúkrahúsinu Meginstarfsemi barnadeildar Landspítala Fossvogi verður flutt á Barnaspítala Hringsins í 5 vikur í sumar eða frá 15. júlí til 20. ágúst. Það er nýbreytni að flytja spítalastarfsemina þannig milli húsa á sumarleyfistíma en er nú kleift að gera eftir sameiningu sjúkrahúsanna í Reykjavík. Með því verður samdráttur í þessari starfsemi minni en annars hefði orðið.Samdráttur er í sumar mestur á handlækninga- og lyflækningadeildum. Einnig er nokkur samdráttur á geðdeildum og öldrunardeildum. Dregið er úr starfsemi á skurðstofum, bæði í Fossvogi og við Hringbraut. Af þessum sökum lengjast sumir biðlistar væntanlega eitthvað, eins og alltaf gerist á sumrin. Á þessum deildum er sérþekking starfsfólks mikil og sérstaklega erfitt að fá fólk til afleysinga. Verið er að breyta starfsemi á kvennadeild. Sængurleguplássum fækkar því í sumar en í staðinn verður í boði meiri heimaþjónusta. Mikið álag er á sumrin á þeim deildum sem eru með fulla starfsemi en einnig á slysa- og bráðadeildum. Reynt er að bregast við því með fækkun valaðgerða, þannig að alltaf sé hægt að sinna þeim sem þurfa þjónustu vegna bráðra veikinda. Stjórnendur á spítalanum gera í fjárhagsáætlunum sínum alltaf ráð fyrir að talsverður samdráttur fylgi sumarstarfinu, fyrst og fremst vegna sumarleyfa starfsfólks. Við sjúkrahúsið eru u.þ.b. 5000 starfsmenn (t.d. um 1100-1200 hjúkrunarfræðingar og ljósmæður). Áætla má að ráða þyrfti 25-30% af þeim fjölda í afleysingar til að halda upp fullum rekstri yfir sumarið. Ár eftir ár gengur hins vegar erfiðlega að fá fagmenntað starfsfólk til sumarvinnu enda mikil samkeppni um vinnuafl. Mikill skortur er á fagmenntuðu fólki til að vinna á sjúkrahúsum, einkum hjúkrunarfræðingum og sjúkraliðum.Samdráttur hefur verið undanfarin ár í starfsemi Landspítalans og Sjúkrahúss Reykjavíkur, nú Landspítali - háskólasjúkrahús, ef tekið er mið af afkastagetu. Mestur hefur samdráttur verið yfir sumarmánuðina. Áætlað er að samdrátturinn nemi í ár u.þ.b. 35.000 legudögum eða tæplega 10% af heildarlegudögum sjúkrahússins. (Hringbraut o.fl. 22.700, Fossvogur o.fl. 12.380) Þessi samdráttur í starfsemi er áþekkur og undanfarin ár. Árið 1999 voru legudagar á Landspítalanum alls 220 þúsund og 127 þúsund á Sjúkrahúsi Reykjavíkur eða 347.000. Þeim hefur fækkað á síðastliðnum árum, m.a.vegna aukinnar göngudeildarþjónustu. Fækkun legudaga hefur einnig verið mætt með því að efla sjúkrahústengda heimaþjónustu.