Tilkynning frá framkvæmdastjóra lækninga og framkvæmdastjóra hjúkrunar
um breytta þjónustu vegna langvinnra verkja á LSH:
Þjónusta við sjúklinga með langvinna verki (króníska verki) á göngudeild LSH hefur verið í algeru lágmarki undanfarna mánuði. Sérfræðingar sem komið hafa að meðferðinni hafa átt erfitt með að sinna þessum störfum vegna álags við önnur störf á spítalanum, auk þess sem nokkrir fagaðilar í verkjameðferð hafa hætt störfum á LSH. Þverfagleg verkjameðferð á LSH verður m. a. af þessum sökum ekki í boði með sama hætti og áður um óákveðinn tíma.
Samráðskvaðningum vegna flókinna krabbameins- eða bráðaverkja verður áfram sinnt af læknum og hjúkrunarfræðingi fyrrum meðferðarteymis. Sérfræðibeiðnir skulu berast til:
Guðmundar Björnssonar, sérfræðings í svæfingum og verkjameðferð
Svæfingadeild 12B, LSH - Hringbraut
Valgerðar Sigurðardóttur, sérfræðings í krabbameinslækningum
Líknardeild, LSH - Kópavogi
Önnu Gyðu Gunnlaugsdóttur, sérfræðings í hjúkrun sjúklinga með verki
Þróunarskrifstofu hjúkrunar, LSH - Eiríksgötu 19
Verkjameðferð eftir skurðaðgerðir með epidúral FBA sídreypi eða morfín sídreypi í æð verður áfram sinnt af svæfingadeildum LSH í Fossvogi og á Hringbraut. Mögulegt er að fá álit sérfræðinga þar varðandi vandasöm verkjavandamál hjá inniliggjandi sjúklingum.
Jafnframt er bent á að líknarteymi LSH tekur við beiðnum varðandi verkjameðferð krabbameinssjúklinga. Einnig að á sjúkrahúsinu eru verkjateymi á Barnaspítala Hringsins og á
öldrunarsviði á Landakoti. Hafa þessi teymi fyrst og fremst lagt áherslu á fræðslu fyrir starfsfólk og uppbyggingu á þjónustu við verkjasjúklinga á sínum sviðum.