Jóhann Elí Guðjónsson læknanemi fékk verðlaun menntamálaráðherra til ungs og efnilegs vísindamanns áXI. Vísindaráðstefnu lækna-, tannlækna- og lyfjafræðideildar Háskóla Íslands sem haldin var 3. og 4. janúar 2003. Jóhann fékk viðurkenninguna fyrir rannsóknir sem tengjast ónæmisfræði. Hann hóf rannsóknarvinnu sína á Rannsóknastofu LSH í ónæmisfræði hjá prófessor Helga Valdimarssyni með 4. árs verkefni og sumarvinnu 1996, við að rannsaka áhrif lyfjameðferðar á ónæmissvör psoriasisjúklinga.
Í dómnefnd vegna verðlaunanna voru Guðmundur Þorgeirsson, Ingileif Jónsdóttir formaður og Þórunn Rafnar. Nánar um forsendur fyrir viðurkenningunni í dómnefndaráliti.