Sýklafræðideild Landspítala hefur fengið rúmlega 13 milljóna króna styrk til rannsókna á sameindafaraldsfræði pneumókokokka. Rannsóknarverkefnið er samstarfsverkefni með National Institute of Public Health, Prag, Tékklandi. Markmiðið er að kanna arfgerðir pneumókokka á Íslandi og í Tékklandi með tilliti til útbreiðslu og skyldleika við alþjóðlega klóna. Einnig að kanna mikilvægi yfirborðsþráða á pneumoókkunum (pili) svo og áhrif bólusetninga á dreifingu þeirra. Verkefnið er þegar hafið og er áætlað að því ljúki í lok ársins 2010.
Sýklafræðideildin fær góðan rannsóknarstyrk
Sýklafræðideild Landspítala fær rúmlega 13 milljóna króna rannsóknarstyrk frá styrktarsjóði Evrópska efnahagssvæðisins og Noregs (EEA and Norway Grants).