Nemendur úr Ölduselsskóla í Reykjavík sóttu 14. nóvember 2011 kynningu um starfsemi Landspítala og voru mjög ánægðir með móttökurnar, eins og fram kemur á vef skólans.
Landspítali býður 10. bekkingum grunnskólanna tvisvar á ári á kynningu í Hringsal um starfsemi spítalans og nám og starf stærstu fagstétta spítalans. Tilgangurinn er m.a. að kynna nemendum þá starfsemi sem fer fram á Landspítala og þann fjölbreytileika sem vinnustaðurinn býður upp á.