Fræðslufundur á vegum framkvæmdastjóra lækninga um nýjungar í hjartalækningum verður haldinn 27. apríl 2012 í Hringsal á Landspítala Hringbraut, klukkan 11:00-13:00. Sérfræðingar hjartalækningum flytja framsöguerindi. Boðið verður upp á léttar veitingar í hádegishléi. Allir áhugasamir eru velkomnir.
Dagskrá
kl. 11:00 til 11:55
1. Lokuaðgerðir með þræðingartækni
2. Brennsluaðgerðir við gáttatifi
3. Tveggja hólfa gangráðar, hjartadælur og ígræðslur
4. Sneiðmynd af kransæðum á hjartagátt
Hlé
kl. 12:10 til 13:00
5. Hjartaómun - nýjar víddir
6. Ný lyf til hjartalækninga
7. Vísindin efla alla dáð- Rannsóknastofnunin og SCAAR