Nýja skurðstofan í Fossvogi. En þótt hún sé ný, björt og falleg er ekki allt nýtt í henni. Til dæmis eru lamparnir yfir bekknum ættaðir úr Landakoti. Þar voru þeir eitt sinn uppi í skurðstofu en hafa ekki verið notaðir í 7 ár. Lamparnir voru geymdir og hafa staðist tímans tönn. Núna henta þeir ágætlega á nýju skurðstofunni . |
Ný skurðstofa og ný stækkuð dagdeild fyrir minni háttar skurðaðgerðir á Landspítala - háskólasjúkrahúsi eru nú tilbúnar til notkunar í Fossvogi. Talsverður fjöldi slíkra skurðaðgerða hefur á síðustu árum farið fram á skurðstofum í Fossvogi. Hins vegar hefur lengi verið ljóst að einfaldara skurðstofuumhverfi nægði fyrir margar þeirra. Fram að þessu hafa margir sjúklingar farið á dagdeild og síðan til síns heima að kveldi. Alltaf hefur þó eitthvað verið um að þeir væru lagðir inn á hefðbundnar legudeildir. Markmið með breytingunum núna er m.a. að
Skurðstofan er á deild E-4 og dagdeildin á A-4. Starfsemin er því öll á sömu hæð sem býður upp á bein samskipti, möguleika á náinni samvinnu og að boðleiðir verði einfaldar. Stefnt er að starfsemi alla daga vikunnar. |
Bætt aðstaða fyrir skurðaðgerðir á dagdeild í Fossvogi
Aðstaða fyrir skurðaðgerðir á dagdeild í Fossvogi hefur verið bætt með nýrri skurðstofu og nýrri stækkaðri dagdeild.