Verkefnið kynlíf og krabbamein hófst á Landspítala 1. janúar 2011. Það er til tveggja ára og styrkt af Novartis og Sanofi-aventis.
Markmið verkefnisins:
- Að bjóða krabbameinsgreindum einstaklingum og aðstandendum ókeypis kynlífsráðgjöf og sérhæfða ráðgjafarþjónustu klínísks kynfræðings
- Að fræða og þjálfa þá sem koma að lækningu og hjúkrun krabbameinsgreindra þannig að umræðan um kynlíf og kynheilbrigði verði sjálfsagður þáttur í meðferð sjúklinga
Verkefnishópur var skipaður frá skurðlækningasviði, kvenlækningasviði og lyflækningasviði. Jóna Ingibjörg Jónsdóttir hjúkrunarfræðingur og klínískur kynfræðingur var ráðinn í 20% tímabundið starf við verkefnið. Hún hefur margra ára reynslu af kennslu, ráðgjöf og rannsóknum innan kynfræða.
Árlega greinast að meðaltali rúmlega 1.300 einstaklingar með krabbamein á Íslandi og flestir fá meðferð á Landspítala. Í nýlegri þjónustukönnun kom í ljós að um þriðjungur krabbameinssjúklinga sagðist myndu nýta sér sérhæfða kynlífsráðgjöf væri hún í boði við spítalann.
Ljósmynd: Frá undirritun samnings um verkefnið kynlíf og krabbamein. Nanna Friðriksdóttir, sérfræðingur í hjúkrun sjúklinga með krabbamein, Eva Björk Valdimarsdóttir (Novartis), Vilhelmína Haraldsdóttir, framkvæmdastjóri lyflækningasviðs Landspítala, Elín Hrönn Ólafsdóttir, sölu- og markaðsstjóri Sanofi-aventis, Dóra Gerður Stefánsdóttir (Sanofi-aventis) og Björg Árnadóttir, sölu- og markaðsstjóri Novartis.
Nánar um verkefnið á www.kynlifogkrabbamein.is