Dr. Stevo Julius er fæddur í Króatíu en fluttist til Bandaríkjanna þar sem hann hefur starfað og stundað rannsóknir sínar í meira en 40 ár.
Fræðslufundurinn sem læknaráð LSH stendur fyrir í samvinnu við Novartis á Íslandi í Hringsal Barnaspítala Hringsins mánudaginn 22. nóvember 2004 kl 15 til 17 markar tímamót, því hann verður í beinni útsendingu með fjarfundarbúnaði til þriggja staða á landsbyggðinni auk þess sem hann er sendur Blásölum í Fossvogi og í kennslusal á 6. hæð á Landakoti og er þetta líklega í fyrsta sinn sem sent er með slíkum búnaði á svo margar heilbrigðisstofnanir í einu hérlendis.
Dagskrá og nánari umfjöllun er hér.