Sjúkraliðar á Landspítala - háskólasjúkrahúsi hafa sent frá eftirfarandi ályktun:
Fjölmennur fundur trúnaðarmanna Landspítala - háskólasjúkrahúss haldinn þriðjudaginn 8. maí 2006 vill koma á framfæri við heilbrigðisyfirvöld og stjórnendur sjúkrahússins hörðum mótmælum við óþolandi vinnuálagi og undirmönnum á öllum deildum sjúkrahússins.
Álag sem hefur valdið og veldur starfsmönnum óbætanlegu heilsuleysi, kvíða og vaxandi óöryggi, sem orðið hefur til þess að fjöldi hæfra starfsmanna hafa hætt eða íhuga að hætta störfum á sjúkrahúsinu og leita annað.
Jafnramt bendir fundur trúnaðaramanna LSH á þá þversögn að á sama tíma og ekki er hægt að manna sjúkrahúsið og/eða einstakar deildir þess vegna skortsá hjúkrunarfólki og rekstrarfé, er hundruðum milljóna ráðstafað til undirbúnings byggingu nýrrar sjúkrahúsbyggingar. Bygging sem aldrei verða sjúkrahús í merkinu þess orðs án vel menntaðs og hæfs starfsfólks.
Fundurinn lítur svo á að bygging nýs sjúkrahúss megi að flestra mati bíða efða setja aftar í áhersluröðina. Trúnaðarmenn sjúkraliða skora á stjórnendur sjúkrahússins að finna leiðir til að efla og bæta innra starf gamla LSH til að leysa úr bráðaskorti á menntuðum sjúkraliðum og öðru sérmenntuðu starfsfólki.
Fundur trúnaðarmanna sjúkraliða LSH skorar á heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra að hann beiti sér fyrir raunhæfum aðgerðum til lausnar á bráðavanda Landspítala - háskólasjúkrahúss. Vanda sem enga bið þolir.
Ályktun samþykkt samhljóða.