Settur yfirlæknir deildar lyfjamála
Sigurður B. Þorsteinsson hefur verið settur til að gegna starfi yfirlæknis deildar lyfjamála á Landspítala - háskólasjúkrahúsi. Yfirlæknir ber ábyrgð á framkvæmd verkefna deildar lyfjamála gagnvart framkvæmdastjórn og sviðsstjórn.
Deild lyfjamála er ný í starfsemi sjúkrahússins. Helstu verkefni hennar eru m.a. að vinna að hagkvæmum innkaupum lyfja, umsýsla og umsjón með notkun S-merktra lyfja og gerð klínískra leiðbeininga varðandi lyfjagjöf og lyfjanotkun. Deildinni er einnig ætlað að sjá um samskipti spítalans við Sjúkrahúsapótekið ehf., lyfjanefnd spítalans og gæta hagsmuna LSH gagnvart fjárveitingavaldi og heilbrigðisyfirvöldum.