Fyrstu einstaklingarnir með staðbundið krabbamein i blöðruhálskirtli voru meðhöndlaðir með innri geislameðferð hérlendis á Landspítala í vikunni 23. til 27. janúar 2012.
Hefðbundið er að gefa ytri geislameðferð eða fjarlægja blöðruhálskirtilinn ef uppræta á staðbundið krabbamein í kirtlinum. Nálægt eitt hundrað karlar fara í slíka meðferð árlega. Meðferðin getur haft áhrif á stjórnun þvagláta og kyngetu. Í völdum tilvikum er hægt að gefa innri geislameðferð en hún er talin hafa minni aukaverkanir í för með sér. Á undanförnum árum hafa Íslendingar farið til Svíþjóðar til slíkrar meðferðar og hafa Sjúkratryggingar Ísland (SÍ) greitt kostnaðinn. |
Teymi á Landspítala vegna innri geislameðferðar krabbameins í blöðruhálskirtli - janúar 2012 |
Nú hafa náðst samningar á milli Landspítala og Sjúkratrygginga Íslands um að meðferðin verið veitt hérlendis. Það er gert með fulltingi Margrétar Einarsdóttur læknis sem starfar í Lundi í Svíðþjóð en hún hefur um árabil veitt slíka meðferð. Á LSH hefur orðið til öflugt teymi lækna, eðlisfræðinga, hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða sem veita meðferðina. Um tíu íslenskir karlar eru taldir uppfylla árlega þau skilyrði sem þessi aðferðarfræði krefst."Hér er á ferðinni þróun í heilbrigðisþjónustu hérlendis sem nýtist þessum völdu sjúklingum beint en öðrum óbeint. Þá væri þessi þróunarvinna ekki framkvæmanleg nema með stuðningi og skilningi Sjúkratrygginga Íslands á verkefninu", segir Eiríkur Jónsson, yfirlæknir þvagfæraskurðlæknigadeildar LSH. |
Baldvin Þ. Kristjánsson læknir hefur yfirumsjón með innri geislameðferð krabbameins í blöðruhálskirtli á Landspítala |