Lyfjasvið LSH hefur tekið við verkefnum deildar lyfjamála og Sjúkrahúsapóteksins ehf sem lagt hefur verið niður.
Sviðinu er skipt í þrjár deildir, þjónustudeild lyfja sem í stórum dráttum hefur með verkefni deildar lyfjamála að gera og deildarlyfjafræði. Í öðru lagi apótek sem fjallar um hina hefðbundnu þjónustu gagnvart deildum spítalans. Í þriðja lagi umsýsludeild lyfja sem sér um fjármálahlið rekstrarins og innkaup. Valgerður Bjarnadóttir hefur verið valin sviðsstjóri en hún hefur verið framkvæmdastjóri Sjúkrahúsapóteksins ehf.