"Á árinu 2010 var lögð á Landspítala mesta hagræðingarkrafa sem dæmi eru um en fjárlög ársins og breytingar í rekstrarumhverfi kröfðust skerðingar í rekstrarkostnaði um 3,4 milljarða eða sem nemur 9,5 % milli ára á föstu verðlagi. Mörgum þótti ósennilegt að sjúkrahúsið stæði undir slíkri áskorun en með samstilltu átaki starfsmanna og stuðningi stjórnenda tókst það og á árinu 2010 reyndist rekstrarniðurstaðan jákvæð um 71 milljón króna."
María Heimisdóttir, framkvæmdastjóri fjármálasviðs á ársfundi Landspítala 5. maí 2011 í Salnum í Kópavogi
Ársreikningur Landspítala 2010 (pdf)
-skýringaglærur á ársfundi (pdf)
-erindi um ársreikninginn á ársfundi (pdf)