Hafinn er undirbúningur að árlegri ráðstefnu LSH um framleiðslumælikvarða í heilbrigðisþjónustu. Ráðstefnan sem verður nú haldin í áttunda sinn hefur ætíð verið vel sótt og höfðað til allra sem vilja fylgjast með eða kynna sér betur stöðu mála varðandi framleiðslumælikerfið DRG. Ráðstefnudagurinn er fimmtudagurinn 19. nóvember 2009. Þetta verður hálfs dags ráðstefna, frá kl. 13:00 til 16:30, á Grand Hótel Reykjavík.
Eins og í fyrra verður boðið upp á almenna kynningu á DRG kerfinu ásamt umfjöllun um nauðsynlega og góða skráningu, fyrir hádegi. Gestafyrirlesari verður Gunnar Németh, forstjóri St. Göran sjúkrahússins í Svíþjóð.
Ítarleg dagskrá með upplýsingum um skráningu, verð og fleira verður send út um miðjan október.