Halla Skúladóttir hefur verið ráðin yfirlæknir lyflækninga krabbameina við Landspítala frá 15. október 2008, til fimm ára.
Halla lauk sérfræðinámi í krabbameinslækningum í Danmörku 2005 og hefur síðan starfað á Landspítala.
Halla lauk sérfræðinámi í krabbameinslækningum í Danmörku 2005 og hefur síðan starfað á Landspítala.
Hún lauk doktorsprófi frá Kaupmannahafnarháskóla 2007 en doktorsritgerð hennar fjallaði um faraldsfræði lungnakrabbameins í Danmörku.
Hún hefur stjórnað ýmsum rannsóknarhópum og starfað í nefndum innan danska krabbameinsfélagsins og vinnur nú meðal annars að skipulagningu og stofnun Öndvegisseturs í krabbmeinsfræðum sem er samstarfsverkefni Landspítala og Háskóla Íslands.