Fimm umsóknir bárust um stöðu framkvæmdastjóra hjúkrunar á Landspítala en umsóknarfrestur rann út 22. janúar 2012. Starfið er veitt frá 1. mars til 5 ára. Framkvæmdastjóri hjúkrunar er leiðtogi hjúkrunar og situr í framkvæmdastjórn háskólasjúkrahússins.
Eydís Sveinbjarnardóttir, aðstoðarmaður framkvæmdastjóra hjúkrunar á Landspítala, klínískur lektor við HÍ
Helga Bragadóttir, forstöðumaður fræðasviðs, dósent og varadeildarforseti hjúkrunarfræðideildar HÍ
Hildur Helgadóttir, innlagnastjóri Landspítala, klínískur lektor við HÍ
Ingibjörg Hjaltadóttir hjúkrunarfræðingur, Landspítala, fyrrverandi lektor við HÍ
Sigríður Gunnarsdóttir, forstöðumaður fræðasviðs og dósent við HÍ