Á 10 ára afmælishátíð Kársnesskóla 8. nóvember 2011 var góðgerðarhlaup þar sem safnað var áheitum fyrir líknardeildina í Kópavogi. Þá hugmynd átti nemandi í 7. bekk í tengslum við sögurammann "Sjúkrahúsið" í náttúrufræðitímum.
Afmælishátíðin byrjaði með Kársneshlaupinu og hlupu nemendur, kennarar og starfsfólk skólans. Þrjár vegalengdir voru í boði 300 metrar, 2 km og 4,5 km.
Þann 18. nóvember komu síðan krakkarnir í 7. bekk á líknardeildina með kennurum sínum. Þau sungu og afhentu 130.000 kr. sem söfnuðust með áheitunum . Boðið var upp á veitingar, gestunum þakkaður stuðningurinn og þeim sýnd 5 daga deildin.
|
|