Herdís Herbertsdóttir hjúkrunarfræðingur hefur verið ráðin til að gegna starfi hjúkrunardeildarstjóra á öldrunarlækninga- og dagdeild L-3-0, Landakoti, á lyflækningasviði Landspítala frá 1. maí 2009. Herdís var sviðsstjóri hjúkrunar á lyflækningasviði I frá 1. mars 2005 til 30. apríl 2009.
Herdís lauk BSc prófi í hjúkrunarfræði frá Háskóla Íslands árið 1983. Hún hefur fjölbreytta starfsreynslu sem hjúkrunarfræðingur og jafnframt sinnt stundakennslu í hjúkrunarfræðideild HÍ. Herdís var hjúkrunardeildarstjóri á A4 sem síðar varð B6 á Sjúkrahúsi Reykjavíkur í sex ár, frá hausti 1993 fram á sumar árið1999 er hún fór í meistaranám. Herdís lauk MBA gráðu með áherslu á stjórnun frá San Francisco State University í Bandaríkjunum árið 2001. Hún var deildarstjóri á fjármálasviði á skrifstofu fjárreiðna og upplýsinga LSH frá maí 2001 þar til hún tók við starfi sviðsstjóra í mars 2005.