Ársfundur Rannsóknastofnunar í hjúkrunarfræði við HÍ og LSH 200829.01.2008ForsíðufréttirHjúkrunForsíðufréttirHjúkrun Prentað af vef Landspítala - háskólasjúkrahúss Ársfundur Rannsóknastofnunar í hjúkrunarfræði við HÍ og LSH 2008 Ársfundur Rannsóknastofnunar í hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands og Landspítala 2008 verður í stofu 103 á 1. hæð í Eirbergi, Eiríksgötu 34, fimmtudaginn 14. febrúar, kl. 14:00. Í tilefni af því að áratugur er liðinn frá því að fyrstu MSc nemendurnir voru teknir inn í framhaldsnám við hjúkrunarfræðideild HÍ og að fyrstu nemendur með embættispróf í ljósmóðurfræði útskrifuðust frá deildinni verður þess sérstaklega minnst á fundinum. Yfirskrift fundarins er Hjúkrun og heilbrigðisvísindiFundarstjóri verður Hildur Friðriksdóttir forstöðumaður Rannsóknastofnunar í hjúkrunarfræði. Dagskrá: 14:00 Setning og skýrsla stjórnar Erla Kolbrún Svavarsdóttir prófessor, hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands, formaður stjórnar Rannsóknastofnunar í hjúkrunarfræði 14:10 Hlutverk hjúkrunar í fjölbreytilegri heilbrigðisþjónustuBerglind Ásgeirsdóttir ráðuneytisstjóri í heilbrigðisráðuneytinu 14:30 Hjúkrunarrannsóknir og gæði heilbrigðisþjónustu Anna Björg Aradóttir yfirhjúkunarfræðingur hjá Landlæknisembættinu 14:50 Framhaldsnám við hjúkrunarfræðideild: Áratugur að baki Helga Jónsdóttir prófessor og formaður rannsóknanámsnefndar við hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands. 15:00 Léttar veitingar og spjall