Tvö verkefni sem unnin voru af starfsmönnum blóðmeinafræðideildar hlutu Hagnýtingarverðlaun Háskóla Íslands sem afhent voru við hátíðlega athöfn 18. nóvember 2011.
Páll Torfi Önundarson yfirlæknir og Brynja Guðmundsdóttir þróunarverkefnisstjóri blóðmeinafræðideildar hlutu fyrstu verðlaun fyrir verkefnið "Fiix prothrombintími; nýtt blóðstorkupróf til stýringar á blóðþynningu". Með rannsóknum sínum hafa Páll Torfi og Brynja fundið upp nýja og hugsanlega bætta aðferð til stýringar blóðþynningar með lyfinu Kóvar. Á næsta ári hefst klínísk samanburðarrannsókn til sannprófunar á þessari aðferð.
Þriðju verðlaun hlutu Loic Letertre og Þórarinn Guðjónsson sem einnig eru starfsmenn blóðmeinafræðideildar. Verkefni þeirra kallast "Hönnun rauntíma frumu" en það er tölvuforrit sem sýnir á myndrænan hátt hvernig fruma vinnur og er byggð upp. Stefnt er að því að þróa forritið í nokkrum mismunandi útgáfum sem hentað geta til kennslu á öllum skólastigum.
Sjá nánar í frétt á vef Háskóla Íslands.