Opið hús verður á nýrri innskriftarmiðstöð á G-3 í Fossvogi miðvikudaginn 10. október 2007. Allir eru velkomnir þangað milli kl. 15:00 og 16:00. Innskriftarmiðstöð var fyrst opnuð þar 18. september 2006.
Þangað koma fullorðnir sem fara í valaðgerðir á skurðlækningasviði í Fossvogi. Í upphafi voru það bæklunar- og lýtasjúklingar sem komu til innskriftar en 1. október 2006 bættust við æða- og heila- og taugasjúklingar.
1. september 2007 hófust innskriftir háls-, nef- og eyrnasjúklinga. Þar með nýta allar sérgreinar skurðlækningasviðs LSH í Fossvogi innskriftarmiðstöðina.
Árið 2006 voru skráðir 1.276 sjúklingar á innskriftarmiðstöð.