Sjöunda útgáfa þjónustuhandbókar rannsóknarsviðs Landspítala er komin út á upplýsingavefnum. Meðal annars hafa bæst við upplýsingar um myndgreiningarrannsóknir.
Þjónustuhandbókin er upplýsingaveita fyrir alla sem nýta sér þjónustu sviðsins og tekur mið af þörfum heilbrigðisstarfsmanna innan og utan spítalans.
Í þjónustuhandbókinni eru upplýsingar um lækningarannsóknir í eftirfarandi sérgreinum: Blóðmeinafræði, klínísk lífefnafræði, erfða- og sameindalæknisfræði, meinafræði, myndgreining, ónæmisfræði, sýklafræði og veirufræði. Meðal annars eru almennar upplýsingar um rannsóknina og helstu ábendingar hennar, leiðbeiningar um undirbúning sjúklinga fyrir rannsókn eða sýnatöku, leiðbeiningar um sýnatöku og leiðbeiningar um túlkun niðurstaðna.
Auk þessa eru upplýsingar um þjónustutíma og vaktþjónustu deilda ásamt öllum nauðsynlegum símanúmerum og eyðublöðum.
Þjónustuhandbók rannsóknarsviðs