Veggspjaldasýning opnuð á viku hjúkrunar á LSH 11. maí 2009. Dóróthea Bergs formaður fræðslunefndar hjúkrunarráðs og Bylgja Kærnested formaður hjúkrunarráðs klippa á borða og opna veggspjaldasýninguna. Á myndinni eru einnig Gyða Ölvisdóttir, Hallveig Broddadóttir og Helga Hrönn Þórsdóttir
Á viku hjúkrunar á Landspítala dagana 10. til 14. maí 2010 verður boðið upp á veggspjaldasýningu, stutt erindi, opin hús og hina árlegu súpu og samveru.
Veggspjaldasýningin er frá 7. til 21. maí. Hjúkrunarfræðingar og ljósmæður kynna þar störf sín sjúklingum, aðstandendum og samstarfsfólki.
Alþjóðlegur dagur hjúkrunar er 12. maí og þemað að þessu sinni tengist hjúkun langveikra: "Nurses leading chronic care".
Auglýsing með dagskrá viku hjúkrunar 2010 (pdf)
Veggspjaldasýning 7. til 21. maí (pdf)